Telja mögulegt að fá hagstæðari verð á raforkuflutning

12.September'20 | 10:00
yfir_bæ_kvold

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja greindi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs frá samskiptum sem fram hafa farið vegna gjaldskrár HS veitna á dreifingu og flutningi á raforku. 

Flutningur á raforku er í höndum Landsnets og því ekki á forræði HS veitna. Dreifingin fer fram á grundvelli samþykktrar gjaldskrár og var m.a. tilgangur samskipta að fara yfir hvort hægt væri að fá hagstæðari kjör.

Eftir yfirferð með sérfræðingum telur Vestmannaeyjabær að mögulegt sé að fá hagstæðari verð á flutningi raforku á nokkrum notkunarstöðum hjá Vestmannaeyjabæ.

Fram kemur að bæjarráð feli bæjarstjóra að fylgja málinu eftir í samráði við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.