Bæjaryfirvöld funduðu með fulltrúum Sjúkratrygginga vegna reksturs Hraunbúða

11.September'20 | 07:55
elliheimilid_20

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS

Málefni Hraunbúða voru á dagskrá bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hún átti ásamt embættismönnum bæjarins með forstjóra og fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands um uppsögn á samningi Vestmannaeyjabæjar og stofnunarinnar um rekstur Hraunbúða.

Skattgreiðendur í Vestmannaeyjabæ hafa í gegnum árin greitt hundruðir milljóna með rekstri stofnunar sem ríkinu ber að fjármagna. Slíkt gangi ekki upp lengur. Jafnframt undirstrikaði bæjarstjóri mikilvægi þess að tryggja óbreytta þjónustu við heimilisfólk og starfsfólki Hraunbúða áframhaldandi störf og kjör sbr. lög þar um, við yfirfærslu stofnunarinnar til ríkisins.

Fram kemur í niðurstöðu að bæjarráð feli bæjarstjóra og hlutaðeigandi embættismönnum að halda áfram viðræðum á þessum forsendum við Sjúktratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...