Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Vestmannaeyjar, hvað er það?

4.September'20 | 13:36
tjold_mongolisk

Mongólsku yurt-tjöldin sem nýlega voru reist á milli Gullfoss og Geysis. Ljósmyndir/TMS

Ég ferðaðist töluvert um landið í sumar. Fór m.a hringinn að undanskildum Vestfjörðum. Hafði ekki farið hringinn síðan ég var unglingur fyrir margt löngu síðan.

Mest kom mér á óvart uppbyggingin víða um land. Ég fór í nýja glæsilega náttúrulaug við Urriðavatn. Fór í jarðböð á Mývatni. Skoðaði söfn vítt og breytt um landið og prufaði allskyns gistingu.

Eitt af því sem ég prufaði í sumar var að gista í nýjum mongólskum yurt-tjöldum sem nýlega voru reist á milli Gullfoss og Geysis. Stórskemmtileg gisting sem vert er að mæla með. Tjöld með steyptri und­ir­stöðu, gólf­hita og salerni.

Þar hitti ég tvær þýskar fjölskyldur, sitt í hvoru lagi. Báðar fjölskyldurnar gáfu sig á tal við mig. Önnur var búin að vera hér á landi í 10 daga og átti 4 daga eftir. Þau voru að velta fyrir sér hvað þau gætu skoðað dagana sem eftir lifðu ferðar.

Ég spurði hvort þau væru búin að skoða Vestmannaeyjar. „Vestmannaeyjar, hvað er það?“ spurðu þau. Ég fór að útskýra fyrir þeim hvað þar væri að finna, og hvernig mætti komast þangað. Ég sagði þeim hvernig mætti komast yfir til Eyja. Flug í 20 mínútur frá Reykjavík eða 40 mínútna sigling frá Landeyjahöfn. Rúsínan í pysluendanum væri svo að nú væri ný hafið pysjutímabil, þar sem allir hjálpuðust að við að bjarga lundapysjum á eyjunni til að sleppa þeim á haf út. 

Þjóðverjarnir voru heillaðir. Það sama mátti segja með hina fjölskylduna. Hún var tiltölulega nýkomin hingað til lands og var að spyrja hvort ég hefði farið á Kjöl. Ég fór náttúrulega strax að tala um Vestmannaeyjar. Og fór með sömu ræðu og daginn áður.

Ekki veit ég hvort þessar fjölskyldur enduðu á að heimsækja Vestmannaeyjar, en klárlega voru báðar fjölskyldurnar mjög áhugasamar um þessa litlu eyju í suðri.

Eftir þetta spjall varð ég hugsi yfir því að hvorug þessara fjölskyldna hafi haft hugmynd um að Vestmannaeyjar væri hluti af Íslandi.

Þetta litla dæmi leiðir hugan að því hvort enn vanti ekki töluvert upp á að við vekjum betur athygli á okkar ágæta bæjarfélagi. Það þurfum við að gera sjálf, sem bæjarfélag. Ekki skemmdi fyrir að flutningsaðilarnir kæmu með okkur í slíkt átak. Það eitt og sér ætti einnig að renna styrkari stoðum undir samgöngurnar.

 

Tryggvi Már Sæmundsson
 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-