Góður fundur þar sem skynja mátti mikinn skilning

Bæjaryfirvöld í Eyjum funduðu með þingmönnum Suðurkjördæmis í dag til að fara yfir hvað gera skuli vegna þeirrar óvissu sem uppi er bæði í rekstri Herjólfs sem og vegna þess að áætlunarflug er að leggjast af til Eyja

3.September'20 | 16:56

Segja má að allar samgöngur milli lands og Eyja séu í óvissu eftir að öllum var sagt upp á Herjólfi og Flugfélagið Ernir ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja.

Í dag funduðu bæjarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar með þingmönnum Suðurkjördæmis vegna óvissu sem upp er komin í samgöngum milli lands og Eyja.

Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs segir í samtali við Eyjar.net að þetta hafi verið góður fundur. „Við fundum vel að þingmennirnir eru vel inn í þessum málum og mátti skynja mikinn skilning á alvarleika málsins og að úr þessu þurfi að bæta sem fyrst.” 

Aðspurður um næstu skref segir Njáll að næsta skref sé að fá á hreint það sem uppá vantar hvað varðar greiðslur samkvæmt öryggismönnun Herjólfs og uppfærslu á vísitölu í samningnum. „Það er í vinnslu í ráðuneytinu og á að skýrast á næstu dögum.”

Hvað varðar flugið segist hann vonast hann til að ríkið skoði það alvarlega með hvaða hætti hægt verði að koma á áætlunarflugi milli lands og Eyja sem fyrst.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng og Njáll um niðurstöðu fundarins. 

„Ég met það a.m.k svo að þingmenn kjördæmisins skynji alvarleika aðstæðna sem eru uppi í samfélaginu og áhyggjum bæjarfulltrúa. Mikilvægi þess að bregðast þurfi við hið fyrsta var komið vel á framfæri.” segir Hildur Sólveig.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...