Fréttatilkynning:

Herjólfur siglir óbreytta siglingaáætlun

2.September'20 | 14:05
IMG_2043

Herjólfur siglir sex ferðir á dag til Landeyjahafnar. Ljósmynd/TMS

Af gefnu tilefni vegna umræðu um málefni Herjólfs þá mun ferjan sigla óbreytta siglingaáætlun þó gripið hafi verið til þeirra varúðaraðgerða að segja upp öllu starfsfólki.

Vinna og viðræður milli aðila er í gangi og ættu línur að skýrast fljótlega. Ég vil því sérstaklega koma á framfæri að siglingar halda óbreytt áfram eins og verið hefur.

Einhvers misskilnings hefur gætt og fólk jafnvel talið að félagið sé hætt rekstri en svo er víðs fjarri, segir í tilkynningu frá Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf.

 

Tags

Herjólfur

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.