Flugfélagið Ernir hættir flugi til Vestmannaeyja
1.September'20 | 17:00Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja sökum lítillar eftirspurnar og ótryggra aðstæðna í þjóðfélaginu. Telja því stjórnendur félagsins ekki ráðlagt að halda inn í veturinn að óbreyttu.
Félagið er í stakk búið til að hefja flug aftur til Eyja án mikils fyrirvara og því verður fylgst náið með stöðunni í þjófélaginu og í Eyjum næstu misserin. Áfram verður hægt að fá flugvélar leigðar til að komast til og/eða frá Eyjum og er fólki, fyrirtækjum og stofnunum bent á að hafa samband við ernir@ernir.is eða í síma 562-2640 ef um leiguflugsfyrirspurnir eða aðrar spurningar er að ræða, segir í tilkynnningu frá flugfélaginu.
Flugfélagið Ernir vonast til að geta hafið sig til flugs á ný til Eyja en eins og sakir standa er eftirspurn eftir flugi ekki næg til að réttlæta reglulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.