Sverrir Gunnlaugs minntist meistara Vídalíns á 300 ára ártíð biskups

31.Ágúst'20 | 17:36
vsv_is

Kolbrún Þorsteinsdóttir og Sverrir Gunnlaugsson hlýða á séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Mynd/vsv.is

Sæmdarhjónin Kolbrún Þorsteinsdóttir og Sverrir Gunnlaugsson voru heiðursgestir í Þingvallakirkju í gær við athöfn í tilefni af því að nákvæmlega 300 ár voru liðin frá andláti Jóns Skálholtsbiskups Vídalíns (1666-1720).

Sverrir var um árabil skipstjóri á togaranum Jóni Vídalín VE og séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sagði í ávarpi í kirkjunni að Sverrir væri eini maðurinn í Íslandssögunni sem hefði tekist að stjórna Jóni Vídalín!

Í turni Þingvallakirkju er merkileg klukka sem Vídalín biskup gaf á sínum tíma til kirkjunnar og Einar Á. E. Sæmundssen hringdi henni að sjálfsögðu oft og lengi í tilefni dagsins. Frá þessu er greint á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.

Að athöfn lokinni var ekið liðlega 20 kílómetra að hryssingsveðri fyrstu haustlægðarinnar í ár að Biskupsbrekku við Uxahryggjaveg þar sem önnur athöfn átti sér stað í tilefni af 300 ára ártíð meistara Vídalíns.

Í þessari brekku andaðist Vídalín 30. ágúst 1720 á leið sinni vestur á Snæfellsnes. Þarna hefur frá árinu verið álkross á minningarsteini frá 1963 en engar heimildir eru um hver hafi komið honum fyrir.

Nú hefur verið reistur þarna veglegur trékross í minningu Vídalíns og minnismerki við hann eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli. Páll fann steininn á Kaldadal og sagði að ásjóna biskups hefði verið þar fyrir. Hann hefði einungis þurft að skerpa ögn andlitsdrættina!

Séra Kristján Björnsson í Skálholti stýrði vígsluathöfninni og fleiri tóku þátt í henni, þar á meðal biskupinn yfir Íslandi, séra Agnes M. Sigurðardóttir og séra Geir Waage í Reykholti. Páll á Húsafelli lék á steinhörpuna sína. Einn steinninn í hljóðfærinu er helgaður séra Jóni Vídalín og gefur frá sér tóninn E.

Skálholtsfélagið hið nýja beitti sér fyrir því að meistara Vídalíns yrði minnst á þennan hátt, með Erlend Hjaltason stjórnarformann í fararbroddi.

Vinnslustöðin styrkti verkefnið í minningu Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups og Sverri skipstjóra á Jóni Vídalín VE var verðskuldaður sómi sýndur við þessar áhrifaríku afhafnir í Þingvallakirkju og við Biskupsbrekku.

Fleiri myndir frá athöfninni má sjá hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is