Eyjaútgerðir með 10,45% af úthlutuðu aflamarki

31.Ágúst'20 | 19:30
frar_hofnin

10,45% af aflaheimildum næsta kvótaárs sem hefst 1. september fer til Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Á morgun hefst nýtt kvótaár. Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og undanfarin ár. 

Að þessu sinni er úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 372 þúsund þorskígildistonn í fyrra. Úthlutun í þorski er tæp 202 þúsund tonn og dregst saman um 13 þúsund tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn eykst um 3 þúsund tonn og fer í  rúm 35 þúsund tonn, að því er segir i frétt á vef Fiskistofu.

10,45% af aflaheimildum næsta kvótaárs sem hefst 1. september fer til Vestmannaeyja. Rúm 36 þúsund tonn. Reykjavíkurflotinn fær í sinn hlut rúm 40 þúsund og Akureyri er með um 16 þúsund tonn.

Úthlutað aflamark til 25 stærstu fyrirtækja í upphafi fiskveiðiársins 2020/2021

Nr.   Eigandi Samtals ÞÍG
úthlutun kg. 
Hluftall % af
heild ÞÍG
1   Brim hf. 33,723,647 9.55%
2   Samherji Ísland ehf. 24,401,289 6.91%
3   FISK-Seafood ehf. 22,318,656 6.32%
4   Þorbjörn hf. 19,668,511 5.57%
5   Vísir hf. 14,849,081 4.20%
6   Rammi hf. 14,782,176 4.19%
7   Vinnslustöðin hf. 14,775,811 4.18%
8   Skinney-Þinganes hf. 14,628,735 4.14%
9   Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. 13,713,785 3.88%
10   Síldarvinnslan hf. 12,074,908 3.42%
11   Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. 11,706,906 3.31%
12   Nesfiskur ehf. 11,590,434 3.28%
13   Ísfélag Vestmannaeyja hf. 8,763,163 2.48%
14   Útgerðarfélag Akureyringa ehf. 7,153,651 2.03%
15   Gjögur hf. 6,978,147 1.98%
16   Jakob Valgeir ehf. 6,440,819 1.82%
17   Ögurvík ehf. 5,828,364 1.65%
18   Bergur-Huginn ehf. 5,528,298 1.57%
19   Loðnuvinnslan hf. Fáskrúðsfirði 4,987,855 1.41%
20   KG Fiskverkun ehf 4,343,409 1.23%
21   Hraðfrystihús Hellissands hf 4,115,592 1.17%
22   Ós ehf. 4,043,528 1.14%
23   Eskja hf. 4,009,916 1.14%
24   Guðmundur Runólfsson hf. 3,794,864 1.07%
25   Fiskkaup hf. 3,639,379 1.03%

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...