Eitt nýtt smit í Eyjum - viðkomandi var í sóttkví
24.Ágúst'20 | 15:54Einn einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 en viðkomandi var í sóttkví og er nátengdur aðilum sem áður höfðu greinst.
Er því ekki um svokallað nýtt smit að ræða. Samtals eru fjórir einstaklingar í einangrun og hafa þrír náð bata. Einn einstaklingur er í sóttkví en 79 hafa lokið sóttkví, að því er segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Eyjum.
Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar gæti áfram vel að einstaklingsbundnum og almennum smitvörnum. Nú erum við á viðkvæmum tímapunkti þar sem leikskólar hafa tekið til starfa eftir sumarfrí og skólastarf er að hefjast í grunnskólanum og í framhaldsskólanum og því gríðarlega mikilvægt að foreldrar, forráðamenn og eldri nemendur gæti vel að sér, kynni sér og fari eftir fyrirmælum og reglum sem settar hafa verið í tengslum við skólastarf. Þannig aukast líkurnar á því að hægt sé að halda hefðbundnu skólastarfi gangandi. Við þurfum öll að hjálpast að.
Tags
COVID-19
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.