Grunnskóli Vestmannaeyja settur á þriðjudaginn

21.Ágúst'20 | 07:30
skolalod_barnask

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur þriðjudaginn 25. ágúst. Ljósmynd/TMS

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur þriðjudaginn 25. ágúst. Skólasetning verður með öðrum hætti í ár og nemendur mæta án foreldra/forráðamanna.

Skólasetning er sem hér segir:

  • 2.- 4. bekkur kl. 9:00 í sal Hamarsskóla.
  • 5. og 6. bekkur kl. 10:00 í sal Barnaskóla.
  • 7. og 8. bekkur kl. 10:30 í sal Barnaskóla.
  • 9. og 10. bekkur kl. 11:00 í sal Barnaskóla.

Eftir skólasetningu í sal fara nemendur í stofur og hitta umsjónarkennara.

Nemendur í 1. bekk mæta í einstaklingsviðtöl með forráðamanni til umsjónarkennara.

Umsjónarkennari í 1. bekk sendir út fundarboð í vikunni 17. -21. ágúst.

Miðvikudagur 26. ágúst

Skóli hefst samkvæmt stundatöflu hjá 2. - 10. bekk.

1. bekkur mætir á eftirfarandi tímum í skólann:

  • 1. ALS kl. 8:30

  • 1. SEÁ kl. 8:40

  • 1. ULI kl. 8:50

Er þetta til að takmarka umferð foreldra sem líklega fylgja börnunum sínum í skólann fyrsta daginn, við mælumst til þess að aðeins eitt foreldri fylgi barni sínu og fylgi því ekki inn í stofur heldur aðeins í andyri.

Nemendur í 1. bekk mæta svo á skólasetningu á sal kl. 9:00.

Nýir nemendur í 2. -10. bekk geta komið í heimsókn í skólann mánudaginn 24, ágúst, skoðað skólann og hitt umsjónarkennara. Gott að vera í sambandi við skólastjórnendur varðandi tímasetningar.  

Tags

GRV

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).