Vilja að Heimagata verði gerð að einstefnugötu
19.Ágúst'20 | 08:27Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar var lagður fram undirskriftarlisti íbúa við Heimagötu þar sem óskað er eftir að Heimagata verði gerð að einstefnugötu.
Í bréfi íbúa segir að mikil óánægja hafi skapast þegar óheimilt varð að leggja báðu megin götunnar, sem kemur í veg fyrir að íbúar geti lagt ökutækjum sínum við hús sín. Þá segir í bréfinu að engin kynning eða viðvörun hafi verið send íbúum við götuna áður en þetta hafi verið framkvæmt og telja bréfritarar að með þessari breytingu hafi hraðakstur aukist á götunni með tilheyrandi hættu.
Bréfritarar óska eftir að gatan verði gerð að einstefnugötu - að einungis verði heimilt að keyra upp Heimagötuna. Í niðurstöðu ráðsins segir að ráðið fresti erindinu og óskar eftir áliti umferðarhóps.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.