Nýir sjúkrabílar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

19.Ágúst'20 | 18:20
Sjukrabill_HSU

Bílarnir skarta nýju útliti. Ljósmynd/hsu.is

Formleg afhending nýrra sjúkrabíla Rauða krossins á Íslandi er hafin. Þetta eru stór tímamót í þjónustu sjúkraflutninga og skiptir miklu máli fyrir sjúkraflutningamenn sem sinna þessu mikilvæga verkefni. Einn bíll er nú þegar kominn til HSU og fleiri fylgja svo í kjölfarið.

Þetta er fagnaðarefni því þörfin á endurnýjun sjúkrabifreiða var orðin aðkallandi, segir í frétt á vefsvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Þar segir einnig að nýju sjúkrabílarnir séu af gerðinni Mercedes Benz Sprinter og uppfylla þeir ströngustu kröfur sérfræðinga varðandi öryggi, aðbúnað og vinnuumhverfi. Bílarnir skarta nýju útliti en þeir eru fagurgulir með köflóttu mynstri og röndum sem eiga að auka sýnileika bifreiðanna enn frekar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...