Fermingar framundan í Landakirkju

- flestir ætla að sleppa veisluhöldum, segir sóknarpresturinn

12.Ágúst'20 | 15:43
kirkja_safnadarhe

Landakirkja. Ljósmynd/TMS

Öllum fermingum sem fyrirhugaðar voru í Vestmannaeyjum síðastliðið vor var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Voru fermingarnar færðar og er áætlað að ferma börnin nú síðsumars. 

„Það ætla allir að því ég best veit, að halda sig við fermingardagana núna í haust.” segir sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Landakirkju. 

„Mér sýnist hins vegar flestir ætla að sleppa veisluhöldum í kringum fermingarnar, það verður líklega í mesta lagi um að ræða lítinn fjölskylduhitting.” segir Guðmundur Örn.

Aðspurður um kirkjustarfið framundan segir hann að kirkjustarfið taki svolítið mið af þeirri stöðu sem uppi er og snýst einna helst í kringum fermingarnar.  

Fermingarbörnin í ár eru 42 talsins. Fermingar verða í Landakirkju 15. og 16.ágúst. 22. og 23.ágúst. 5. og 12.september. 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-