Mildi að ekki varð slys á fólki þegar landgöngubrú Herjólfs féll til jarðar

1.Ágúst'20 | 17:03
IMG_3989

Ljósmyndir/TMS

Mildi var að ekki hafi orðið slys á fólki þegar að landgöngubrú Herjólfs féll til jarðar þegar verið var að hækka hana til móts við gönguhurð ferjunnar.

Skömmu áður en landgangurinn féll til jarðar hafði húsbíll keyrt undir brúnna, en ökutæki sem eiga pantað í ferjuna keyra þarna undir. Er um nýja landgöngubrú að ræða sem að var tekin í notkun nú í vikunni. Samkvæmt heimildum Eyjar.net bar slysið að með þeim hætti að þegar að landgangurinn var kominn í efstu stöðu gekk hann út úr festingunum við afgreiðsluhúsið með fyrrgreindum afleiðingum.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mestu skipti að ekki hafi orðið slys á fólki. ,,Nú tekur við að fara yfir hvernig þetta gat gerst og skoða landganginn. Hvort hann er laskaður. Því næst þarf að skoða uppsetningu aftur og ganga úr skugga um að slíkt geti ekki komið fyrir aftur. Það skoðum við með verktökunum sem önnuðust uppsetningu brúarinnar.”

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...