Grímuskylda um borð í Herjólfi

30.Júlí'20 | 17:48
IMG_3577

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Vegna hertra aðgerða vegna kórónaveirunnar sem tekur í gildi á hádegi 31. júlí er skylda að farþegar sem ætla sér að ferðast með Herjólfi gangi með grímur að börnum undanskyldum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir enn fremur að andlitsgrímur komi til með að vera seldar í afgreiðsluhúsum Herjólfs á kostnaðarverði, 300 kr á meðan byrgðir endast. Hægt er að kaupa andlitsgrímur á fleiri stöðum, t.d. í apótekum.

Einstaklingar sem bera ekki grímu eftir hádegi á morgun (31. júlí) verður meinaður aðgangur um borð í ferjuna.

Þá kemur fram að kaffiterían um borð  loka frá og með morgundeginum (31.júlí).
 

Þeir sem hafa flensueinkenni eða eru í sóttkví þurfa að hafa samband

Komi til þess að einstaklingur sé í sóttkví eða einstaklingur sýni flensueinkenni, og þarf að ferðast milli lands og Eyja, skal hafa samband við Ölmu Ingólfsdóttur í síma 8684378 eða netfangið almai@herjolfur.is áður en til brottfarar kemur.

Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið. Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu varkárni vegna veirunnar og vill taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna málsins.

Hjálpumst að við að koma þessum vágesti frá sem fyrst, segir að endingu í tilkynningu Herjólfs.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.