Reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir
- löggæsluyfirvöld eru með viðbúnað í Eyjum yfir verslunarmannahelgi
27.Júlí'20 | 21:36Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og almannavarnanefnd í Vestmannaeyjum funduðu nú síðdegis vegna komandi verslunarmannahelgi.
Í færslu á facebook-síðu Ríkislögreglustjóra segir að ljóst sé að helgin verði frábrugðin því sem menn eigi að venjast enda hefur Þjóðhátíð verið aflýst.
„Löggæsluyfirvöld eru samt sem áður með viðbúnað og verður reglum um fjöldatakmarkanir fylgt eftir. Þá verður fólk hvatt til þess að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum og hvatt til þess að fólk sæki "Rakning - C19" smitrakningarappið í síma sína.” segir í færslunni.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.