Ómælt tjón fyrir samfélagið þegar traustið fer á samgöngunum

- mikið bókað á veitingastöðum í dag, ekkert á morgun eða næstu daga

20.Júlí'20 | 15:15
mannlif

Það er nóg að gera á Gott í dag, en útlit er fyrir að rólegra verði næstu daga vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Ljósmynd/TMS

Rekstaraðilar í verslun, þjónustu og á hótelum búa sig nú undir enn eitt höggið í ár. Fyrst voru það frátafir í Landeyjahafnarsiglingum, svo var það Covid faraldurinn. Þá er búið að aflýsa Þjóðhátíð og ofan í þetta allt eru nú vinnustöðvanir undirmanna á Herjólfi, sem skilja eftir sig mikið högg.

Berglind Sigmarsdóttir, eigandi veitingastaðarins Gott segir að um 160 manns eigi bókað hjá þeim í mat í dag. „Það er merkilegt að bókanir dagsins eru klukkan 17 og 18. Það er ljóst að ferðamenn eru að koma sér af eyjunni í kvöld áður en verkfall brestur á.” segir hún og bætir við að venjulega séu mánudagar rólegustu dagarnir hjá þeim.

Uppgefin á þessari stöðu

„Næstu daga er svo ekkert bókað. Eðlilega, þar sem fólk veit ekki hvernig málum verði háttað næstu daga. Það að fara fjórar ferðir á gamla Herjólfi gagnast ferðaþjónustunni lítið. Fólk heyrir bara af verkfalli og vinnustöðvunum um borð í Herjólfi, sem gerir það að verkum að fólk tekur engan sjéns á að koma yfir.” segir Berglind. 

Hún segist vera orðin uppgefin á þessari stöðu. „Við erum að glíma við miklar frátafir af náttúrunar hendi, en að fá frátafir á háannatíma af mannana völdum er eitthvað sem maður ekki skilur.”

Ljóst er að tjónið er mikið fyrir samfélagið þegar traustið fer á samgöngunum og frátafir verða á þjóðvegi okkar Eyjamanna.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.