Segir útgerðina eiga stéttarfélag

8.Júlí'20 | 11:57
IMG_3105

Jón­as Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands.

„Það er mjög þægi­legt fyr­ir út­gerðina að eiga stétt­ar­fé­lag,“ seg­ir Jón­as Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, sem tel­ur að Herjólf­ur stjórni stétt­ar­fé­lag­inu al­gjör­lega. 

Þarna vísar Jónas í Sjómannafélagið Jötunn, en í gildi er samningur á milli Herjólfs og Jötuns sem ráðningarsamningar við þernur og háseta eru byggðir á. Jónas lætur þessi ummæli falla í viðtali við mbl.is nú í morgun. Tel­ur hann að Herjólf­ur stjórni stétt­ar­fé­lag­inu al­gjör­lega. 

Vinna þrjár helg­ar af fjór­um mánaðarlega

Ennfremur er haft eftir Jónasi að fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands sem starfi hjá Herjólfi vinni þrjár helg­ar af fjór­um mánaðarlega. Ekki var kosið um kjara­samn­ing sem Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn gerði við Herjólf og for­svars­menn Herjólfs telja að gildi fyr­ir fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands, að sögn Jónas­ar sem seg­ir að Herjólf­ur hafi ekki svarað spurn­ing­um um það sem born­ar voru upp af fé­lags­dómi. 

Höfuðkrafa Sjó­manna­fé­lags Íslands er sú að vinnu­fram­lag verði minnkað um 25% en eins og staðan er í dag vinna und­ir­menn á Herjólfi 190 klukku­stunda vinnu­mánuð. 

„Þetta er of mikið vinnu­álag, auk þess að þern­urn­ar eru allt of fáar í þjón­ust­unni. Það var ljóst að áhöfn­in sætti sig ekki við þetta frá byrj­un, bæði Guðbjarti [fram­kvæmda­stjóra Herjólfs] og bæj­ar­stjór­an­um er það full­ljóst en þessi krafa var skýr áður en bær­inn tók við rekstri skips­ins [árið 2018],“ seg­ir Jón­as.

Ráðninga­samn­ing­ur­inn „take it or lea­ve it“

Starfs­menn­irn­ir skrifuðu þó und­ir ráðning­ar­samn­ing sem fel­ur áður­nefnda vinnu­skyldu í sér. Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, hef­ur áður sagt að starfs­fólki hafi alltaf staðið til boða að vera í lægra starfs­hlut­falli, sem leiðir þá af sér lægri laun. 

„Þessi ráðning­ar­samn­ing­ur var bara „take it or lea­ve it“ plagg, mjög ger­ræðis­legt,“ seg­ir Jón­as. 

Herjólf­ur hafði ekki viljað ganga til kjaraviðræðna við Sjó­manna­fé­lag Íslands fyrr en eft­ir verk­fall sem fór fram í gær. Fund­ur stend­ur nú yfir á milli deiluaðila og seg­ir Jón­as að það verði að fá að koma í ljós hvort ánægju­legt sé að Herjólf­ur sé loks til­bú­inn í viðræður. 

 

Allt viðtalið við Jónas má lesa hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.