Fyrsti fundur í kjaradeilu í dag

8.Júlí'20 | 06:58
biladekk_nyr_herj

Ljósmynd/TMS

Stjórn Herjólfs ohf. hefur boðið fulltrúum starfsmanna og Sjómannafélags Íslands til viðræðna í dag til að reyna finna lausn á kjaradeilu skipverja Herjólfs.

Sólarhrings verkfalli lauk á miðnætti í gærkvöld en fleiri vinnustöðvanir hafa verið boðaðar síðar í þessum mánuði. Deilan hefur mikil áhrif á samgöngur til og frá Eyjum og voru engar áætlunarsiglingar í gær. Næsta vinnu­stöðvun er boðuð frá miðnætti 14. júlí, og mun hún standa yfir í tvo sól­ar­hringa. Þriðja vinnu­stöðvun­in verður svo að óbreyttu frá miðnætti 28. júlí og á hún vara í þrjá sól­ar­hringa.

Arnar Pétursson, stjórnarformaður Herjólfs sagði í viðtali við Eyjar.net í gær að stjórn Herjólfs ohf. telji sig vera að gera vel við sitt starfsfólk og kjör séu góð. Heildarlaun hjá þernu um borð í Herjólfi miðað við kerfið sem er við líði í dag eru rúmar 810.000 kr. Heildarlaun háseta er rúm 1.000.000 kr. ef reiknuð yfirvinna er meðaltal yfirvinnu fyrir janúar og febrúar, en hásetar fá yfirvinnutíma fyrir að keyra flutningavögnum inn og út úr skipinu.Vinnuskyldan eru 20 dagar á mánuði en þó hefur félagið verið afar sveigjanlegt og sanngjarnt varðandi frítöku starfsfólks. 

Stjórn Herjólfs ohf. fundaði í gær og ákvað að lokn­um fundi að bjóða full­trú­um Sjó­manna­fé­lags Íslands og full­trú­um starfs­manna Herjólfs hjá Sjó­manna­fé­lag­inu á fund í dag til að reyna finna mögu­lega lausn á kjara­deil­unni. Fund­ur­inn hefst klukk­an ell­efu.

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.