Endurteknar mótefnamælingar vegna Covid-19

2.Júlí'20 | 22:59
blodsofnun_ads

Að þessu sinni er einungis um blóðprufu að ræða.

Ákveðið hefur verið í samstarfi við Íslenska Erfðagreiningu að endurtaka mótefnamælingar m.t.t. Covid-19 hjá einstaklingum sem hafa haft staðfest Covid-19 smit. 

Tilgangurinn er að kanna þróun mótefnamyndunar hjá einstaklingum sem hafa smitast af veirunni. Einstaklingar sem hafa haft staðfest smit og hafa ekki farið í mótefnamælingu áður, er einnig boðið að koma. Sýnatökur fara fram laugardaginn 4. júlí milli kl 9 og 11. 

Haft verður samband við einstaklinga sem hafa haft staðfest smit símleiðis föstudaginn 3. júlí og þeim boðinn tími í sýnatöku. Að þessu sinni er einungis um blóðprufu að ræða. Með von um áframhaldandi góða samvinnu í þessu mikilvæga verkefni.

Sýnatökur fara fram við HSU (heilbrigðisstofnunina) við bílastæðið sunnan til (milli Sóla og HSU).

 

Davíð Egilsson

Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum

Tags

COVID-19

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.