Handknattleikur:

Ásta Björt áfram með ÍBV

2.Júlí'20 | 11:19
sta-bjrt-undirskrift-ibv

Ásta Björt Júlíusdóttir. Ljósmynd/ibvsport.is

Ásta Björt Júlíusdóttir hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Samningurinn er til 1. árs. Ásta er eins og allir vita uppalin Eyjastelpa sem hefur leikið vel með liðinu undanfarin ár. 

Á síðasta tímabili fékk Ásta Björt ennþá stærra hlutverk í liðinu en áður og er óhætt að segja að hún hafi nýtt sér það vel. Hún skoraði 111 mörk í 18 leikjum í Olísdeild kvenna og var einn markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt því að skora 82 mörk í 13 leikjum með U-liðinu í Grill 66 deild kvenna. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags.

„Við erum virkilega sátt með að hafa Ástu Björt áfram í liði ÍBV og hlökkum til samstarfsins í vetur.” segir í fréttinni.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.