Hvetur sveitarfélögin til að lækka álagningarprósentu
23.Júní'20 | 08:54Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sendi bréf með hvatningu til sveitarfélaga um að lækka álagningarprósentu til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Er þá fyrst og fremst horft til atvinnuhúsnæðis.
Greint er frá þessu í Fréttblaðinu í dag. Þar er vitnað í bréf ráðherra, þar sem segir: „Ljóst er að tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafa hækkað verulega á umliðnum árum og því mikilvægt að halda aftur af frekari hækkunum á tímum sem þessum,“
Samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár hækkar matið um 1,85 prósent, sem þýðir 952 milljónir króna í auknar álögur. Þá hefur fasteignaskattur hækkað um 1,64 prósent, eða sem nemur 471 milljón.
Nýlega greindi Fréttablaðið frá að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði hefðu ekki verið hærri en nú og fyrirtæki landsins þyrftu að greiða 28 milljarða á þessu ári. Samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins er þetta rúmlega 1 prósent af landsframleiðslu en var 0,7 prósent fyrir fimm árum.
Í flestum iðnvæddum ríkjum er hlutfallið 0,4 prósent. Samband íslenskra sveitarfélaga telur ekki þörf á sameiginlegri yfirlýsingu um lækkun álagningar. Flest sveitarfélög séu að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við atvinnulífið. Aðstæður séu ólíkar milli sveitarfélaga og breytingar á fasteignamati misjafnar milli fasteigna innan þeirra, segir að endingu í frétt Fréttablaðsins.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.