Mannabreytingar í nefndum hjá Vestmannaeyjabæ

22.Júní'20 | 07:45
IMG_2774

Elís Jónsson hlaut endurkjör sem forseti bæjarstjórnar. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja voru samþykktar nokkrar mannabreytingar í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar. 

Hér að neðan má sjá hvaða breytingar voru gerðar.

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar kýs bæjarstjórn ár hvert forseta og varaforseta bæjarstjórnar.

Elís Jónsson var kosinn forseti bæjarstjórnar með sjö samhljóða atkvæðum.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir var kosin varaforseti bæjarstjórnar með sjö samhljóða atkvæðum.

Samkvæmt 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar kýs bæjarstjórn ár hvert nefndarmenn í bæjarráð, þrjá aðalfulltrúa og þrjá til vara.

Aðalmenn í bæjarráði:
Njáll Ragnarsson
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Helga Kristín Kolbeins 

Varamenn í bæjarráði:
Elís Jónsson
Íris Róbertsdóttir
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Samkvæmt 1. tl. B-liðar 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar kýs bæjarstjórn fimm aðalmenn og fimm varamenn í fjölskyldu- og tómstundaráð. Í stað Páls Marvins Jónssonar aðalmanns, kemur Esther Bergsdóttir sem aðalmaður og í stað Guðjóns Rögnvaldssonar sem varamaður kemur Sigurjón Viðarsson sem varamaður.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Samkvæmt 2. tl. B-liðar 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar kýs bæjarstjórn fimm aðalmenn og fimm varamenn í fræðsluráð. Í stað Njáls Ragnarssonar varamanns, kemur Unnur Baldursdóttir sem varamaður.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Samkvæmt 3. tl. B-liðar 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar kýs bæjarstjórn fimm aðalmenn og fimm varamenn í umhverfis- og skipulagsráð. Í stað Estherar Bergsdóttur sem varamanns, kemur Leifur Jóhannesson sem varamaður.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.