Aðstæður mjög erfiðar við Landeyjahöfn

21.Júní'20 | 22:48
IMG_1993

Ljósmynd/TMS

Herjólfur náði að sigla eina ferð (klukkan 20.00) frá Eyjum í kvöld. Til stóð að sigla aðra ferð klukkan 22.00 frá Eyjum en hún var felld niður þar sem aðstæður mjög eru erfiðar í Landeyjahöfn, eins og það er orðað í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Stefnt er þó enn á síðustu ferð dagsins. Frá Vestmannaeyjum kl: 23:55 og frá Landeyjahöfn kl: 00:45.

Herjólfur lenti í vandræðum þegar hann nálgaðist Landeyjahöfn í kvöld og þurfti frá að hverfa. Hins vegar tókst að sigla inn í annari tilraun um 10-15 mínútum síðar, líkt og sést á siglingaleið ferjunar hér að neðan. Mikið hvassviðri og há ölduhæð hefur gert það að verkum að ekki reyndist unnt að sigla milli lands og Eyja nema í morgun og svo aftur áðurnefnda ferð klukkan 20.00. 

Samkvæmt heimildum Eyjar.net var fullt skip af fólki með ferðinni klukkan 20.00 og var mörgum farþegum um borð brugðið þegar skipið beygði skyndilega frá rétt áður en það kom að innsiglingunni.

Skjáskot/Marine Traffic.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...