Heilbrigðisstofnun Suðurlands hlýtur jafnlaunavottun

20.Júní'20 | 09:30
hsu_staff_2020

Hluti starfsfólks HSU í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Frá því í ársbyrjun 2019 hefur HSU unnið markvisst að því að hljóta jafnlaunavottun. Samkvæmt launastefnu og markmiðum HSU er stefnt að því að óútskýrður launamunur sé enginn og frávik verði ekki meiri en 5%.

Lögum samkvæmt átti ferlinu að ljúka fyrir áramót 2019/2020. Fyrri hluta úttekt vegna jafnlauna var framkvæmd af BSI 16. desember 2019 og síðari hluta úttekt var framkvæmd af sama aðila 25. febrúar 2020.  Í kjölfar þessara úttekta var mælt með því að stofnunin hlyti vottun um jöfn laun. 

Jafnréttisstofa staðfesti svo að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hlyti jafnlaunavottun þann 4. maí 2020, segir í frétt á vef stofnunarinnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...