Fyrsta skútan komin til landsins eftir að landamæraskimun hófst

19.Júní'20 | 16:39
Stjórnstöð LHG1

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/aðsend

Fyrsta erlenda skútan sem kemur til landsins eftir að landamæraskimun hófst í vikunni lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í dag. 

Skútan kom upp í kerfum Landhelgisgæslunnar í morgun en þá höfðu skipverjarnir um borð ekki sent upplýsingar um sig til Landhelgisgæslunnar eins og kveðið er á um. Varðstjórar stjórnstöðvar náðu fjarskiptasambandi við skútuna eftir nokkrar tilraunir.

Um borð reyndust vera tveir sænskir eldri borgarar að sem höfðu lagt af stað frá Svíþjóð 3. júní. Landhelgisgæslan gerði þeim grein fyrir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru og kom málinu til heilbrigðisyfirvalda og tollgæslunnar í Vestmannaeyjum. Ekki var talin þörf á að skima eða senda fólkið í sóttkví þar sem það hafði verið í 16 daga einangrun á sjó. 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.