Fréttatilkynning:

Jón Karl ÓIafsson til liðs við Svarið

17.Júní'20 | 10:48
Jón Karl Ólafsson

Jón Karl ÓIafsson

Svarið ehf. sem vinnur að koma upp Laufey þjónustumiðstöð á Bakka hefur fengið öflugan liðsauka, Jón Karl ÓIafsson fyrrv. forstjóri Icelandair, framkvæmdastjóri Isavia, Flugleiða og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í 6 ár. 

Jón Karl hefur yfir 30 ára reynslu af ferðaþjónustu á Íslandi og er að öðrum ólöstuðum vafalítið með mestu reynslu og þekkingu á greininni sem stjórnandi hér á landi.  Hann mun gegna stöðu stjórnarformanns Svarsins og er væntanlegur til Vestmannaeyja á næstu dögum til viðræðna við hagsmunaaðila.

„Ég er himinlifandi að koma að þessu verkefni sem nýr stjórnarformaður. Þetta er myndarlegasta og jafnframt eitt þarfasta verkefni sem ég hef séð lengi, sérstaklega fyrir Vestmannaeyjar. Fyrir liggur mikil vinna og undirbúningur á þriðja ár og ég geng til liðs við þá félaga vegna þess að ég trúi heilshugar á verkefnið og til að koma þessu af stað í framkvæmd, nú þegar öll tilskilin leyfi eru klár. Núna eru fleiri bæjarfélög búinn að lýsa áhuga en það er Sveini Waage og félögum mikið í mun að byrja í Vestmannaeyjum og ég trúi ekki öðru en það gangi eftir“ segir Jón Karl ÓIafsson.

Sveinn Waage, hjá Svarinu segir þetta frábær tíðindi. „Jón Karl er sannkallaður hvalreki, fyrir okkur. Ef við fengjum að velja eina manneskju á landinu til liðs við okkur í þessu verkefni væri Jón Karl líklega efstur á lista. Það skemmir ekki að hann er ekki bara eldklár og öflugur heldur skemmtilegur líka, en ekki segja honum það samt J Eins og allt gott fólk hefur hann tengingu við Eyjar og deilir sannfæringu minni að Eyjarnar eigi mikið inni þegar kemur að ferðamennsku. Það verður frábært að taka þetta verkefni áfram með honum.“ 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).