Afhending hvatningarverðlauna í dag
sem og undirritun samninga vegna styrkja úr þróunarsjóði
17.Júní'20 | 05:33Hvatningarverðlaun fræðsluráðs verða afhent í dag 17. júní kl. 12:00 í Einarsstofu. Jafnframt verða samningar vegna styrkja úr þróunarsjóði leik- og grunnskóla undirritaðir.
Fræðsluráð auglýsti í fyrsta skipti eftir umsóknum í nýstofnaðan þróunarsjóð leik- og grunnskóla í mars og í framhaldi eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í apríl. Alls bárust sex umsóknir í þróunarsjóðinn og verða samningar við styrkþega undirritaðir þann 17. júní en fyrsti hluti styrks afhentur við upphaf verkefnis. Þá bárust níu tilnefningar til hvatningarverðlauna og hljóta þrjú verkefni verðlaun.
Markmið með þróunarsjóði leik- og grunnskóla er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í skólunum og með hvatningarverðlaunum að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Mörg áhugaverð verkefni eru í gangi í skólunum og margir kennarar að vinna göfugt og gott starf sem vert er að veita athygli og styrkja.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.