Hvorki lá fyrir gagnsæi né hagkvæmni við kaup á Íslandsbanka

13.Júní'20 | 07:55
IMG_2785

Hildur Sólveig Sigurðardóttir ræðir hér málin á síðasta fundi bæjarstjórnar. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net sendi fyrirspurn á alla bæjarfulltrúa sem sátu fund bæjarstjórnar í gær varðandi kaup Vestmannaeyjabæjar á Íslandsbankahúsinu. Fyrsta svarið sem birt er, er frá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. 

Taka skal fram að spurningarnar voru sendar út á fulltrúana skömmu eftir að umfjöllun Eyjar.net birtist á föstudagsmorgun. Svör bárust samdægurs frá tveimur bæjarfullrúum og komu þau áður en að ný vending kom í málið með grein Írisar Róbertsdóttur og Jóhanns Péturssonar, og í kjölfarið kom leiðrétting frá Írisi. Lítum nú á svör Hildar Sólveigar.
 
„Í umræðu og atkvæðagreiðslu um málið voru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið á móti kaupum á húsnæði Íslandsbanka. Fyrirspurnir þínar varðandi endursölu meirihluta bæjarstjórnar á annarri hæð Íslandsbanka eru afar áhugaverðar og vekja upp ýmsar spurningar.” segir Hildur Sólveig.
 
  • Kom það aldrei til greina af hálfu bæjarstjórnar Vestmannaeyja að eignin Kirkjuvegur 23, önnur hæð yrði boðin til sölu á almennum markaði fyrir hæsta mögulega verð?
Það kom ekki til greina af hálfu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að kaupa Íslandsbanka. Hefði það hvarflað að okkur væri að sjálfsögðu nauðsynlegt að reyna að hámarka verðmæti þeirra eigna sem Vestmannaeyjabær á og selur. Nú á Vestmannaeyjabær mikið magn húsnæðis og á næstu árum mun starfsemi flytjast úr nokkrum þeirra, Listaskólanum og Slökkvistöðinni svo einhver dæmi séu tekin og hafa fulltrúar meirihlutans líst yfir áhuga á að koma einhverjum eignum í verð sem er ánægjulegt. Það er hins vegar afar slæmt ef verið er að setja fordæmi fyrir því að selja eignir Vestmannaeyjabæjar á undirverði. 
 
  • Hefur bæjarstjórn leyfi til að selja eignarhluti bæjarsjóðs langt undir verðmati nema fyrir liggi að bæjarstjórn sé að styðja við eða styrkja viðkomandi kaupenda. Lá samþykkt um slíkan stuðning fyrir?
Bæjarstjórn tekur fullnaðarákvörðun um sölu og kaup á eignum sveitarfélagsins og því á endanum ábyrgð bæjarfulltrúa á verið sé að gæta jafnræðis og hagkvæmni við kaup og sölu eigna. Í þessu ljósi er ágætt að benda á 45. grein laga um opinber fjármál en þar kemur fram að við sölu, leigu og aðra ráðstöfun ríkiseigna, og eigna sem þarf að kaupa eða leigja vegna þarfa ríkisins, skal leggja gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Jafnframt skal gætt að samkeppnissjónarmiðum við slíka ráðstöfun eftir því sem við getur átt. Að mínu mati hljóta sömu gildi að eiga við um sölu og kaup á eignum sveitarfélagsins en hvorki lá fyrir gagnsæi né hagkvæmni við kaup á Íslandsbanka og líkt og þú hefur bent á hefur hugsanlega heldur ekki verið gætt að jafnræði né samkeppnissjónarmiðum við sölu eignarhluta á annarri hæðinni. 
 
  • Hvað segja innkaupareglur Vestmannaeyjabæjar um sölu fasteigna bæjarins?
Í innkaupastefnu sveitarfélagsins segir "Að gætt sé jafnræðis þeirra sem viðskipti eiga við sveitarfélagið. Þar er ekki tekið sérstaklega á kaupum eða sölu á fasteignum."
 
  • Hver mat eignina á því verði og var leitað eftir fleiri en einu áliti löggildra fasteignarsala?
Fasteignasala Guðjóns Hjörleifssonar sá um sölu á Íslandsbankahúsnæðinu og væntanlega þá framsalssamninginn líka en ég beini annars spurningum um verðmat eignanna til formanns bæjarráðs og bæjarstjóra þar sem undirrituð hefur ekki verið upplýst um slík atriði. 
 
  • Er það í ljósi opinnar stjórnsýslu að fara vel með fé bæjarsjóðs að selja eignarhlutann í Kirkjuvegi 23 á verði langt undir kaupverði.
Nei það er það ekki.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.