Bryggjuverk setur upp fendera fyrir Herjólf í næstu viku

13.Júní'20 | 09:00
20200608_201652

Steyptu einingarnar eiga að fara á sinn stað í næstu viku. Ljósmynd/TMS

Á Básaskersbryggju er búið að koma fyrir steyptum einingum sem til stendur að setja niður þar sem Herjólfur leggst að bryggju.

Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnardeildar Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjar.net að þessar steyptu einingar sem sjást á myndinni séu undirstaða fyrir skjaldarfenderana sjálfa. „Ákveðið var að forsteypa einingarnar til þess að auðvelda uppsetninguna og takmarka frátafir vegna vinnunnar eins mikið og kostur er.”

Auglýst var útboð í mars síðastliðinum í uppsetningu á sex fenderum á Básaskersbryggju. Ekkert tilboð barst hins vegar í verkið.

Fannar segir að um var hafi verið að ræða opið auglýst útboð. „Haft var samband við heimamenn og látið vita en það kom ekkert tilboð frá þeim. Þá var Blikksmiðjan og Bryggjuverk fengnir til að gefa tölu. Samið var við Bryggjuverk sem fer í framkvæmdirnar núna eftir helgi.” segir hann.

 

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.