Ævintýri handan við hornið

Skálakot – lúxusgisting í aðeins hálftíma fjarlægð frá Landeyjahöfn

8.Júní'20 | 13:08
19090310_SkalakotHotel-1719

Skálakot er staðsett í hjarta Suðurlands. Umkringt töfrandi náttúru í ró landsbyggðarinnar. Ljósmynd/Nicole Heiling Photography

Skammt austan við Seljalandsfoss hafa Guðmundur Viðarsson og Jóhanna Sólveig Þórhallsdóttir eiginkona hans byggt upp glæsilegt lúxus-hótel, Skálakot Manor Hotel.

Guðmundur eða Mummi eins og hann er ávalt kallaður er enginn venjulegur hótelstjóri. Mummi er bóndi sem selur sveitalífið og er ekki með puttana í daglegum rekstri hótelsins. Hann er með myndarlegt bú, 160 hross og 300 ær á vetrarfóðrum. Hann tók við búinu af afa sínum árið 1984.

Mummi byrjaði að selja fólki upplifun fyrir rúmum 30 árum með skipulögðum hestaferðum í Þórsmörk og á hálendinu sunnanlands sem enn nýtur mikilla vinsælda. Þau hjónin keyptu hótel ásamt kunningahjónum á Vík árið 2005 sem þau ráku til ársins 2012. Á þeim tíma gýs Eyjafjallajökull með afleiðingum sem allir landsmenn þekkja.

Erlendir fjölmiðlar sýndu mikinn áhuga

Mummi segir að þetta hafi verið erfiður tími. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði gott. Fjöldi blaðamanna hafði samband við hann og reyndi hann eftir bestu getu að svara öllum þeim sem leituðu til hans og vildu vita meira um gosið, landið og hvenær mætti búast við að hægt væri að hefja flugumferð á ný um Evrópu. ,,Ætli ég hafi ekki gefið ca. 50 - 100 viðtöl til erlendra miðla á þessum tíma“ segir hann.

Eins og áður segir seldu þau hótelið á Vík árið 2012. En hvað varð til þess að bóndi með næg verkefni ákvað að byggja upp glæsihótel á jörð sinni?

,,Við fórum að líta í kringum okkur eftir að við seldum og það var stöðugur uppgangur í ferðaþjónustunni á þessum tíma og æ fleiri ferðamenn komu til landsins. við vorum ekki alveg tilbúinn að hætta í þessum geira, enda höfum við gaman af því að hitta fólk og segja frá landinu og bústörfunum.“ segir Mummi og bætir við:

,,Þegar ég fór að skoða gistiframboðið í nágreninu sá ég að flestir voru að bjóða svipaða samsetningu. Mér fannst sóknarfærið helst liggja í öðrum markhóp sem vildi hærri standard.“

,,Er það ekki bara ágætt?“

Úr varð að þau hjón opnuðu nýtt hótel árið 2017. Nú á heimavelli. Síðan þá hefur verið stöðugur vöxtur í gistingu hjá þeim og til þeirra sækja einna helst efnameira fólk sem vill láta þjónusta sig hvenær sem þeir óska, fá góðan mat og hafa sérstaka unun að koma í sveitina á Íslandi.

,,Hér fara gestirnir í hestaferðir, í þyrluferðir, á kanóa, í fjallaferðir, á jökulsárlón og til Vestmannaeyja. Þeir heillast algörlega af þessu prógrammi og vissulega spyrst það út“ segir hann. Blaðamaður bendir honum á að á Booking.com sé hótelið þeirra með 9,6 í einkunn. ,,Nú er það“ segir hann þá. ,,Er það ekki bara ágætt?“ spurði hann blaðamann, sem staðfestir að Mummi er fyrst og fremst bóndi sem treystir starfsfólkinu fyrir rekstri hótelsins.

Börnin feta í fótsporin

Þegar talið berst að börnum Mumma og  Jóhönnu segir hann að dæturnar séu einnig  að þjónusta ferðamenn - hvor á sinn hátt. Þorgerður og maður hennar Ársæll reka fyrirtækið South Coast adventure sem gerir út á allskyns ferðir upp á hálendið. Bæði á bílum, hjólum og snjósleðum. Þá rekur Þorgerður tjaldsvæði í Hamragörðum, auk þess sem þau eiga og reka hreingerningarfyrirtæki á svæðinu.

Svo eru það Birta sem er menntuð búfræðingur og kærastinn hennar Þór sem er Svíi en fluttist hingað til lands fyrir um þremur árum sem reka saman fyrirtækið Outdoor Activity, sem býður uppá kanó-ferðir og gönguferðir.

En þess má geta að hægt er að bóka allt hjá Skálakoti eða hafa samband beint við South Coast eða Outdoor Activity.

Orri sonur Mumma og Jóhönnu er bóndi, býr að Holti og rekur þar búskap og ferðaþjónustu. Hann selur m.a blóð úr merum til líftæknifyrirtækisins Ísteka. ,,Hann vinnur m.a við að taka blóð úr merum. 5 l viku í 8 átta vikur.“ segir Mummi.

Enn Orri er einnig í tónlist og spilar á trommur. Hann spilaði m.a með Fjallabræðrum um tíma. Kona Orra er Valborg Ólafsdóttir, en hún er einnig í tónlist og hún gefið út töluvert af efni sem finna má á streymisveitum. Reyndar er það svo að flestir í fjölskyldunni eru músíkalskir og hafa gaman að því að stúdera tónlist.

Foreldrar Mumma búa á næsta bæ á kirkjustaðnum Ásólfskála. Faðir hans er mikill handverksmaður, steinhleðslumaður og er búinn að koma upp myndarlegu dráttarvélasafni og nú hyggur hann á frekari uppbyggingu þar sem safnið er búið að sprengja af sér núverandi húsnæði.

Með eigin virkjun

Skálakot er að mestu sjálfbær bær og má segja að allt sé nýtt sem hægt er að nýta. Fjölskyldan ákvað að setja upp virkjun á svæðinu sem sér þeim fyrir rafmagni og ef það verður til umfram orka er hún seld til RARIK. Virkjunin gefur allt að 45 KW/klst.

Baðstofa í byggingu

Fleira er á teikniborðinu í Skálakoti. Verið er að vinna í að koma upp baðstofu við hótelið, sem verður glæsileg í alla staði, með gufubaði, steyptum potti og nuddaðstöðu. Gert er ráð fyrir að stofan verði tilbúin fyrir næstu jól. En það er ekki allt. Í einni af svítum hótelsins er frístandandi baðkari. Óhætt er að segja að útsýnið úr því sé ágætt, því þaðan má sjá yfir til Vestmannaeyja.

Fjársjóður í góðu starfsfólki

Er talið berst að hótelinu segir Mummi að grunnurinn að velgenginni sé gott starfsfólk. ,,Okkur lánaðist að fá hingað gott fólk sem er tilbúið að leggja sig fram um að láta hlutina ganga vel og þjónusta gestina sem best. Okkar gæfa er gott starfsfólk.“

Til að mynda er hótelstýran Christine Mair, sem hefur unnið hjá þeim hjónum frá árinu 2017. Hún hefur nú yfirumsjón með rekstri hótelsins. Christine sem er einungis 26 ára kemur frá Ítalíu. Hún féll algjörlega fyrir landi og þjóð er hún kom hingað fyrst árið 2017.

Cristine sem er útskrifuð úr hótelskóla á Ítalíu segir að hún og vinkona hennar hafi verið að spá í að fara til Ástralíu árið 2017. ,,Við fórum á netið og sáum norðurljósin á Íslandi og ákváðum að koma hingað frekar.“ Síðan hitti hún Mumma og Jóhönnu og þau buðu henni starf á hótelinu og síðan hefur hún verið hér meira og minna.

Hesthúsinu stýrir svo Sanne van Hezel. Sanne kemur frá Hollandi og hefur starfað í Skálakoti undanfarin ár. Hún sér um að temja og sér einnig um hestaferðir.

Bjóða Íslendingum 35% afslátt

Mummi segir mikinn vöxt hafa verið í ferðaþjónustunni síðan 2012. ,,Það pusar núna og margir sem rúlla á hausinn við fyrsta blástur. Vissulega hefur lítið verið af Íslendingum hjá okkur þessi fyrstu árin. Við viljum því koma til móts við Íslendinga sem vilja gera vel við sig. Við bjóðum góðan afslátt af gistingu hjá okkur og einnig verður afsláttur af allri afþreyingu sem við höfum uppá að bjóða.

Vert er að mæla með Skálakoti, þegar fólk vill gera vel við sig og sína.

 

Heimasíða Skálakots.

Facebook-síða Skálakots.

Um Skálakot
Skálakot er staðsett í hjarta Suðurlands. Umkringt töfrandi náttúru í ró landsbyggðarinnar. Rétt undir breiðum breiðum íslenska hálendisins og í nágrenni jökla og eldfjalla með útsýni yfir Norður-Atlantshaf.
Í Skálakoti er boðið upp á fjölbreitt úrval hestaferða. Bæði stuttar ferðir og fjögurra daga ferðir. Þess vegna ættu allir að geta fundið túr sem byggist á færni sinni og reiðmennsku.
Skálakot Manor Hótel er fullkominn staður til að hvíla og slaka á eftir að hafa verið úti í fallegri náttúru Suðurlands. Með 14 lúxus herbergjum og veitingastað fyrir gesti sem undirbúa sig fyrir næsta ævintýri.
Svæðið býður upp á marga möguleika, með töfrandi náttúru eins og fossum, eldfjöllum, jöklum og svörtum sandströndum. Þú þarft því ekki að eyða miklum tíma á veginum, þú getur í staðinn notið náttúrunnar og athafna.

 

 

19090310_IcelandSeptember-2027

Nicole Heiling Photography

19090310_IcelandSeptember-1407

Nicole Heiling Photography

19090310_IcelandSeptember-2358

Nicole Heiling Photography

19090310_IcelandSeptember-2313

Nicole Heiling Photography

19090310_IcelandSeptember-1409

Nicole Heiling Photography

19090310_IcelandSeptember-3145

Nicole Heiling Photography

19090310_IcelandSeptember-3187

Nicole Heiling Photography

19090310_SkalakotHotel-3108

Nicole Heiling Photography

19090310_IcelandSeptember-1384

Nicole Heiling Photography

19090310_IcelandSeptember-3756

Nicole Heiling Photography

19090310_IcelandSeptember-3582

Nicole Heiling Photography

Tags

Skálakot

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...