Þrjár frá ÍBV valdar í A-landsliðshóp
5.Júní'20 | 06:58Arnar Pétursson, þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til æfinga, en hópurinn hittist þann 15. júní nk. og verður æft út mánuðinn.
Stelpurnar okkar áttu að spila gegn Tyrkjum í mars en þeim var frestað vegna Covid-19 ástandsins. Næsta verkefni liðsins er forkeppni HM næsta haust og eru þessar æfingar liður í undirbúningi liðsins fyrir þá leiki.
ÍBV á þrjá fulltrúa í hópnum, en það eru fyrirliðinn Sunna Jónsdóttir og svo nýjustu leikmenn liðsins, þær Birna Berg Haraldsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.
„Við óskum stelpunum góðs gengis í þessu verkefni með landsliðinu!” segir í frétt á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...