Hleðsluturninn í Eyjum kominn í lag

2.Júní'20 | 19:47
IMG_1014

Brösulega hefur gengið að koma rafvæðingu Herjólfs í rétt horf. Ljósmynd/TMS

Í síðustu viku bilaði rafhleðsluturninn í Vestmannaeyjum og þurfti ferjan því alfarið að ganga fyrir olíu, þar sem enn er þess beðið að hægt verði að hlaða Herjólf í Landeyjahöfn - tæpu ári eftir að skipið kom til landsins.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að búnaðurinn í Eyjum hafi bilað fyrir helgi en var að komast í lag aftur síðdegis í dag.

Hann segir allt óbreytt varðandi landtenginguna í Landeyjahöfn. „ABB menn bíða eftir að ferðatakmörkunum verði aflétt og því óvíst hvenær þeir koma.” segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjar.net.

 

Tags

Herjólfur

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.