Nýr sáttmáli tekur í gildi á Hraunbúðum í dag

1.Júní'20 | 11:26
hraunbud_skilti

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS

Nú sjáum við fyrir endann á því tímabili sem einkennst hefur af baráttunni við að halda Covid 19 veirunni í burtu frá okkar kæru íbúum.  

Þetta hefur reynst erfitt fyrir marga, aðstandendur, íbúa og starfsfólk. En sú þrautsegja, langlundargeð og skilningur á öllum breytingum og aðgerðum síðustu vikna er einstakur, segir í frétt á vefsíðu Hraunbúða.

Er það ekki bara klassískt persónueinkenni á eyjafólki að standa saman þegar á reynir, bera höfuðið hátt og trúa á að allt fari vel að lokum með eljusemi og jákvæðni að leiðarljósi ?

Við erum þakklát fyrir þann skilning sem hefur verið sýndur á þessu tímabili.  Við höfum að sumu leyti gengið lengra í sóttvörnum, aðgát og öðru en sum önnur hjúkrunarheimili en á móti verið með ögn meiri sveigjanleika.  Við erum komin yfir erfiðan hjalla a.m.k í bili, við höfum lært margt og erum með viðbragðsætlanir klárar ef við þurfum aftur að kljást við hættuna á erfiðum sýkingum eða faraldri.

Það er komið að því að lífið á Hraunbúðum færist í aðeins eðlilegri farveg en verið hefur á síðustu vikum og við fengum aðstandendur með okkur í lið að gera sáttmála varðandi heimsóknir frá 1. júní.   Við höldum áfram að vernda íbúana okkar með samstilltu átaki og meðvitund gesta, starfsfólks og íbúa í sóttvörnum en þá þarf ekki lengur að panta tíma til að koma í heimsókn.

Við höfum fengið nokkrar spurningar um hvort fleiri en einn megi koma í einu og hvort börn megi koma í heimsókn.  Börn eru velkomin og fleiri en einn mega koma í einu en við treystum aðstandendum til að meta fjölda í hverri heimsókn út frá þeirri reglu að halda skuli 2 metra fjarlægð við aðra íbúa og dvelja því sem minnst á sameiginlegum svæðum.  Heimsóknir eru því æskilegastar í einkarými íbúa, í aðstandandaherbergi eða á þeim svæðum sem ekki margir eru á.  Við vitum svo að mörgum er farið að langa mikið að komast út úr húsi hvort sem er í bílferðir eða í gönguferðir.

Okkur hlakkar til komandi vikna og sumarsins og erum þakklát fyrir að hafa komist klakklaust í gegnum síðustu vikur.  Við hvetjum svo aðstandendur til að vera í sambandi við stjórnendur ef eitthvað er sem þeir vilja koma á framfæri eða ef óskað er eftir sérstökum undanþágum til dæmis á heimsóknartíma.  Við erum saman í þessu :)

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.