Hrafnhildur Hanna til ÍBV
1.Júní'20 | 14:16Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifaði í dag undir 2 ára samning við ÍBV. Hrafnhildur Hanna, eða Hanna eins og hún oft kölluð, hefur leikið allan sinn feril hjá uppeldisfélagi sínu Selfossi að undanskildu síðasta tímabili.
Þá söðlaði hún um og lék með Bourg-de-Péage Drôme Handball í frönsku úrvalsdeildinni. Á tíma sínum á Íslandi lék hún við góðan orðstír og var einn albesti leikmaður Olís deildarinnar.
Hanna hefur leikið 22 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 47 mörk. Hanna er vel tengd til Vestmannaeyja, en báðir foreldrar hennar eru fædd í Vestmannaeyjum.
„Við erum ótrúlega ánægð með þessa flottu viðbót við leikmannahópinn okkar og hlökkum til samstarfsins með Hönnu í Eyjum. Vertu hjartanlega velkomin til Eyja!” segir í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV.
Tags
ÍBV
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.