Fréttatilkynning:
Niðurgreiðsla vegna garðslátta í heimagörðum og arfahreinsun
- Vestmannaeyjabær býður eftirlaunaþegum og öryrkjum niðurgreiðslu á garðslætti og arfahreinsun í sumar
28.Maí'20 | 13:09Vestmannaeyjabær býður eftirlaunaþegum og öryrkjum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum niðurgreiðslu af kostnaði vegna garðsláttarþjónustu sem það kaupir.
Þjónustuþegar leita sjálfir til þeirra þjónustuaðila sem bjóða upp á garðslátt. Niðurgreiðslan fyrir sumarið er að hámarki 20.000 kr á lóð gegn framvísun kvittunar fyrri þjónustuna.
Alla jafna er boðið upp á slíka niðurgreiðslu þar sem allir fullorðnir heimilismenn eru lífeyrisþegar en annars ekki. Réttur til þjónustunnar miðast við garð þess hús þar sem umsækjandi hefur fasta búsetu. Lóðir við fjöleignahús tilheyra ekki þessari þjónustu nema allir íbúar þess séu lífeyrisþegar og falli undir ofangreindar forsendur.
Framvísa þarf gildum kvittunum og nauðsynlegum upplýsingum í þjónustuveri Ráðhúss þegar sótt er um niðurgreiðsluna.
Nýjung er í sumar að Vestmannaeyjabær mun bjóða eftirlaunaþegum og öryrkjum upp á þá þjónustu að láta hreinsa beðið hjá sér og snyrta. Til þess að óska eftir þeirri þjónustu er bent á að hafa samband við Ernu Georgsdóttur í síma 488-2000 eða senda tölvupóst.
Tags
Vestmannaeyjabær
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.