Grjótveggir hlaðnir í Eyjum

28.Maí'20 | 10:38
grjothledsla

Byrjað er að hlaða upp vegg sunnan megin á bílastæðinu. Ljósmynd/TMS

Þessa dagana er unnið að hleðslu grjótveggja í Vestmannaeyjabæ. Búið er að hlaða upp vegg við hoppudýnuna á Stakkagerðistúninu og nú er unnið að grjóthleðslu við bílaplanið austan megin við Fiskiðjuhúsið. 

 Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi segir að í þessu úthaldi sé það veggur á Stakkó og bílaplanið sem eigi að hlaða. „Samtals 55 lengdarmetrar af hleðsluveggjum.”

Hann segir að sömu verktakar og hafi hlaðið veggi í miðbænum undanfarin ár sjái um verkið nú, Garðyrkja ehf. Það er Pétur Jónsson, landslagsarkitekt sem hannaði bílaplanið.

Þessu tengt: Hellur lagðar á Stakkagerðistúni

Hér að neðan má sjá mynd af hleðslunni á Stakkó auk þess má sjá teikningu af hleðsluveggjunum sem unnið er við nú austan Fiskiðjunar. Hægt er að smella á mynd og teikningu til að sjá þær stærri.

stakko

Grjóthleðslan við leiksvæðið á Stakkó

grjothledsla_teikn_052020

Teikning af hleðslunni við bílastæðið

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...