Telja að framlög úr jöfnunarsjóði skerðist um 80-90 milljónir

Rekstrarniðurstaða Vestmannaeyjabæjar eftir fjóra mánuði var jákvæð

27.Maí'20 | 07:20
skolavegurinn

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir rekstraryfirlit A-hluta fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins á fundi sínum á mánudaginn var. 

Bókfærðar tekjur eru að mestu leyti í samræmi við áætlun, en tekjur af þjónustu eru þó undir áætlun. Skýrist það m.a. af því að gjöld fyrir leikskóla, skólamáltíðir og Frístund voru aðeins innheimt að hluta vegna Covid-19.

Rekstrargjöld eru líka á pari við áætlun. Launakostnaður er þó hærri en áætlun gerir ráð fyrir sem skýrist af veikindalaunum tengdum Covid-19 annars vegar og kjarasamningstengdum launahækkunum hins vegar. Hvorki er gert ráð fyrir hækkunum við gerð nýrra kjarasamninga né veikindalaunum í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar.

Jákvæð rekstrarniðurstaða

Rekstrarniðurstaða eftir fjóra mánuði er jákvæð, en teikn eru á lofti um breyttar forsendur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ekki er ólíklegt að framlög úr sjóðnum til Vestmannaeyjabæjar muni skerðast um 80-90 m.kr. vegna áhrifa Covid-19 á veltu sjóðsins. Framkvæmdastjórn bæjarins mun fylgjast náið með þróun tekna og gjalda næstu mánuðina og upplýsa bæjarráð reglulega um stöðuna.

Bæjarráð þakkar yfirferðina og mun fylgjast náið með þróun og stöðu mála á næstu mánuðum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.