Míla dregur úr fjárfestingum á landsbyggðinni

27.Maí'20 | 10:50
mila_lagf

Tiltölulega fá heimili eru komin með ljósleiðaratengingu í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Míla hyggst draga úr fjárfestingum sínum í þéttbýli úti á landi og dreifbýli vegna aukinna kvaða sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hyggst leggja á fyrirtækið en það á og rekur helstu fjarskiptainnviði landsins.

Í markaði Fréttablaðsins í dag er haft er eftir Jóni Ríkharði Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Mílu, að niðurstöður PFS séu í andstöðu við stefnu stjórnvalda um hagkvæma uppbyggingu fjarskiptainnviða.

„Það verður kannski á bilinu 2-300 milljónir króna í ár. Áætlun ársins gerði ráð fyrir að Míla myndi leggja ljósleiðara til rúmlega 4 þúsund heimila á þéttbýlisstöðum úti á landi en hluti þeirra verður stöðvaður vegna forsendubrestsins. Að auki erum við að draga okkur út úr áformuðum verkefnum í dreifbýli.

PFS hyggst viðhalda fyrri kvöðum og leggja nýjar og frekari kvaðir á starfsemi Mílu samkvæmt drögum að nýrri markaðsgreiningu. Ein þeirra kvaða sem verður sett snýr að jafnaðarverði um allt land þegar kemur að ljósheimtaugum og bitastraumsaðgangi.

Áhrif þessara breytinga eru verulegar. Míla hefur fjárfest fyrir milljarða í uppbyggingu ljósheimtauga og bitastraums um allt land og þær fjárfestingar byggðu á fyrirliggjandi reglum og fyrri yfirlýsingum PFS um að ekki yrði lögð jafnaðarverðskvöð á þessa þætti. Við sem stöndum í dýrum langtímafjárfestingum í innviðum verðum að geta treyst því að forsendum fjárfestinga sé ekki kollvarpað án mjög ríkra ástæðna.“

Þá er haft eftir Jóni að fyrirtæki sem bera jafnaðarverðskvöð geti í raun aðeins fjárfest af skynsemi á svæðum þar sem uppbygging hverrar tengingar er ódýr og þar með hagkvæm. Nú þurfi Míla að leggja alla áherslu á hagkvæma uppbyggingu félagsins á höfuðborgarsvæðinu.

 

Allt viðtalið við Jón má lesa hér.

Tags

Míla

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.