Fréttatilkynning:

Leiðréttar upplýsingar um samning Vestmannaeyjabæjar og ríkisins um rekstur Hraunbúða

26.Maí'20 | 14:00
skilti_hraunb

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS

Fyrir mistök voru rangar upplýsingar skráðar um gildistíma og endurnýjunarákvæði samnings um rekstur Hraunbúða á 3127. fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldinn var í gær, mánudaginn 25. maí. 

Ábendingar þessa efnis bárust bæjarstjóra eftir fundinn og í samráði við fulltrúa bæjarráðs hefur verið ákveðið að funda að nýja á morgun, miðvikudaginn 27. maí, til þess að fara yfir málið að nýju og leiðrétta mistökin.

Frá árinu 2010 hefur Vestmannaeyjabær greitt rúmlega 500 m.kr. með rekstri Hraunbúða, sem lögum skv. ríkið ber ábyrgð á og ríkissjóður á að greiða fyrir. Kröfur ríkisins til þjónustunnar hafa aukist mikið undanfarin ár, en framlög til starfseminnar staðið í stað. Við þetta verður ekki unað og ósanngjarnt að skattgreiðendur í Vestmannaeyjum greiði fyrir þjónustu sem ríkið ber ábyrgð á.

Hið rétta er að síðasti samningur milli Sjúkratryggingar Íslands og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Hraunbúða var undirritaður 19. desember 2019 og gildir hann frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2021. Samningnum má segja upp í heild sinni eða einstökum rýmum með 6 mánaða fyrirvara, miðað við mánaðarmót, þó ekki fyrr en 6 mánuðum eftir undirritun og skal uppsögn tilkynnt skriflega.

Bæjarráð mun svo taka fyrir málið að nýju á fundi sínum á morgun.

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.