Ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver hagræðing er af fyrirhuguðu útboði nú

- þáttur ræstinga er hluti af heildarendurskoðun á rekstri stofnunarinnar, sem stendur yfir segir forstjóri HSU

26.Maí'20 | 08:10
hsu_thrif

Til stendur að segja upp ræstingafólki á HSU og bjóða reksturinn út. Samsett mynd.

Í dögunum var greint frá því að til stæði að segja upp ræstingarfólki á starfstöðvum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum og á Selfossi. 

Í svari Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSU til Eyjar.net vegna málsins segir hún að í rekstri allra heilbrigðisstofnana sé hvatt til að bæta rekstur, leita hagkvæmari leiða og fara reglulega yfir rekstur og kostnaðarliði. Slíkt er gert með reglubundnum hætti.

Fengu verðkönnun frá ræstingafyrirtæki

Samkvæmt heimildum Eyjar.net var umræddum starfsmönnum tilkynnt á fundi um að búið væri að semja við fyrirtækið Dagar hf. um að sinna þessum þætti og voru starfsmenn hvattir til að sækja um störfin. Þegar þetta var borið undir Díönu svaraði hún að að í nóvember 2019 hafi framkvæmdastjórn HSU ákveðið að skoða þátt ræstinga með þetta að leiðarljósi, sem hluta af heildarendurskoðun á rekstri stofnunarinnar, sem stendur yfir. Fengin var verðkönnun frá ræstingafyrirtæki sem leiddi til þess að ákveðið var að skoða frekar þann þátt, líkt og fjölmargar aðrar ríkisstofnanir og sveitarfélög hafa gert. Ákveðið var í framhaldinu að taka næsta skref í því máli.

„Haft hefur verið samband við Ríkiskaup til að skoða útboð á ræstingum á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Vinna við þann undirbúning stendur yfir, en ekki er hægt að segja til um hvenær þau mál skýrast nánar. Líkt og með önnur útboð Ríkiskaupa verða útboðsgögn og forsendur kynntar á vef þeirra þegar þar að kemur og auglýst lögum samkvæmt.”

Sinna einnig öðrum störfum í Eyjum

Aðspurð segir Díana starfsmenn í ræstingum á þessum starfsstöðvum ekki sinna annarri vinnu innan HSU, utan tæplega tveggja stöðugilda í Vestmannaeyjum. „Gert er ráð fyrir að ráða í þau verk sérstaklega verði af fyrirhuguðu útboði.

Ekki verður hægt að segja nákvæmlega til um hver hagræðing er af fyrirhuguðu útboði fyrr en niðurstöður þess liggja fyrir.” segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU.

Tags

HSU

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.