119 á atvinnuleysisskrá og 278 á hlutabótaleiðinni

í lok apríl

26.Maí'20 | 13:04
IMG_1416

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Bæjarstjóri Vestmannaeyja fór yfir stöðuna í tenglsum við Covid 19 á fundi bæjarráðs í gær.  Búið er að afléttta neyðarstigi á landinu og fyrirhugaðar frekari tilslakanir á samkomubanni. 

Aðgerðastjórn var virk í 9 vikur, en hefur nú lokið störfum. Aðgerðastjórnin verður virkjuð að nýju ef þörf krefur. Ekkert smit hefur greinst í Vestmannaeyjum síðan 20. apríl sl., en samanlagt greindust 105 smit síðan veirunnar varð vart. Allir umræddir einstaklingar hafa náð bata en einhverjir eru í sóttkví þar sem þeir voru að koma erlendis frá.

Staðan á vinnumarkaði Í Eyjum

Atvinnuleysi hefur aukist í Vestmannaeyjum eins og annars staðar vegna faraldursins. Í nýustu tölum frá Vinnumálstofnun kemur fram að í lok apríl hafi 119 verið á atvinnuleysisskrá og 278 á hlutabótaleiðinni. Í mars var 5,9% atvinnuleysi, en 11,5 % í apríl. Spáin fyrir mai er 9,4%. Í spánni fyrir hlutabólaleiðina í maí er gert ráð fyrir um 116 einstaklinga, þ.e. úr 278 einstaklingum í 162.

Bæjarstjóri fór yfir fund með formanni og framkvæmdastjóra ÍBV Íþróttafélags um áætlað tekjutap ÍBV í tengslum við Covid 19.

Starfsfólk HSU hefur staðið vaktina við mjög efiðar aðstæður

Bæjarstjóra barst þakkarbréf frá HSU til Vestmanneyjabæjar vegna aðstoðar í tengslum við sýnatökur og vinnu vegna Covid 19. Starfsfólk HSU hefur staðið vaktina við mjög efiðar aðstæður, sem sýnir enn og aftur mikilvægi þess að til staðar sé öflugt sjúkrahús og heilsugæslu í Vestmannaeyjum. Bæjarráð kom fram þakklæti til starfsfólks HSU á fundi með framkvæmdastjórn stofnunarinnar á fundi sem haldinn var á dögunum.

Fyrirkomulag bæjarhátíða og viðburða í Eyjum

Vestmanneyjabær hefur ákveðið að halda í sumar þá viðburði sem haldnir hafa verið undanfarin ár, þ.e. hátíð vegna Þjóðhátíðardagsins, 17. júní og goslokahátið. Sjómannadagsráð mun halda sjómanndagshelgina hátíðlega, en með breyttu sniði þó. Einnig hefur IBV Íþróttafélag gefið út að pæjumót og Orkumótið verði haldin í júnímánuði. Verða allir þessir viðburðir aðlagaðir að þeim reglum og takmörkunum sem verða í gíldi.

Í niðurstöðu þakkar bæjarráð bæjarstjóra yfirferðina og telur mikilvægt að fylgjast vel með þrónun atvinnumála í Vestmannaeyjum. Bæjarráð fagnar þakkarbréfi frá HSU og lýsir mikilli ánægju með framlag starfsfólks stofnunarinnar á þessum erfiðu tímum.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...