Umhverfisátak 2020

Vestmannaeyingar eru hvattir til að taka þátt í sameiginlegu átaki um hreinsun lóða dagana 23.- 29. maí.

24.Maí'20 | 09:08
IMG_1864

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Umhverfisátak 2020 var til umræðu á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Farið var yfir svæði, lóðir og fasteignir þar sem úrbóta er talin þörf. Einnig lá fyrir tillaga af bréfi til ábyrgðaraðila og almennt tilmælabréf til aðila í atvinnurekstri.

Lagðar voru fram dagsetningar og verklag í komandi vorhreinsunarátaki.

Í niðurstöðu ráðsins segir að ráðið feli starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að senda áskorun um úrbætur á eigendur þeirra fasteigna og lóða sem úrbóta er þörf. Þá skal senda almennt dreifibréf með tilmælum um snyrtilega umgengni sent til lóðarhafa í atvinnurekstri á hafnarsvæði, iðnaðarsvæði og miðbæjarsvæði.

Hreinsunardagur á Heimaey

Þann 30. maí nk. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Félagasamtök og aðrir hópar hafa verið afar duglegir að taka þátt í deginum. Forsvarsmenn félaga/hópa eru beðnir um að hafa samband við félagsmenn sína og boða þátttöku félagsins til umhverfis- og framkvæmdasviðs, á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is. Dagskrá hreinsunardagsins verður auglýst síðar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Hreinsun lóða 23.-29. maí

Vestmannaeyingar eru hvattir til að taka þátt í sameiginlegu átaki um hreinsun lóða dagana 23.- 29. maí. Starfsmenn bæjarins verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk, segir í bókun ráðsins.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.