Lögreglustjórinn í Eyjum fær heimild til að ráða námsmenn í sumarstörf
22.Maí'20 | 10:42Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur fengið heimild Vinnumálastofnunar til að ráða námsmenn í fjögur sumarstörf.
Um er að ræða almenn skrifstofustörf hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Störfin flokkast sem almenn skrifstofustörf en fela einnig í sér létta umsjón með starfsstöðinni og skipulagi innan stofnunarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum
Jafnframt segir í tilkynningunni að í störfunum felist endurskipulagning á skjalageymslum embættisins og undirbúningur gagnasendinga á þjóðskjalasafn. Einnig skipulag og lagfæringar á munageymslum embættisins auk annarra léttra umsjónarverkefna með starfsstöðinni.
Vinnumálastofnun auglýsir störfin og verður opnað fyrir umsóknir á heimasíðu Vinnumálastofnunar 26. maí 2020. Störfin eru ætluð námsmönnum, 18 ára eða eldri, sem eru á milli anna, þ.e. eru að koma úr námi og eru skráðir í nám í haust.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um.
Tags
Lögreglan
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...