Guðmundur Þ. B. Ólafsson skrifar:
Þegar stjórnendur hafa endanlega gefist upp þá er það þekkt leið að reka ræstingafólkið
21.Maí'20 | 09:54Sameining allra sjúkrahúsa á Suðurlandi í HSU, sem átti að skila svo mikillri hagræðingu hefur snúist upp í andhverfu sína.
Svo dæmi sé tekið hefur þjónustan í Vestmannaeyjum hríðversnað. Verðandi mæður geta ekki treyst á að eiga börnin í sinni heimabyggð, engin skurðstofa, enginn svæfingalæknir, engin augnlækningaþjónusta, öllu stefnt á yfirfull sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Það er af sem áður var þegar sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum stóð undir nafni.
Fyrir áratugum var öll þessi þjónusta í boði. Ég vorkenni og ber mikla virðingu fyrir þeim starfsmönnum sem enn vinna á þessari stofnun og eru að gera sitt besta úr þeim molum sem stjórnvöldum þóknast að láta til falla. Þegar stjórnendur hafa endanlega gefist upp þá er það þekkt leið að reka ræstingafólkið.
Guðmundur Þ. B. Ólafsson

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.