Bryggjudagur ÍBV er á morgun
20.Maí'20 | 17:07Bryggjudagur ÍBV handbolta verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 21. maí kl. 11:00 – 14:00. Herlegheitin verða á Skipasandi, en fimm ár eru síðan síðast var haldinn Bryggjudagur í Eyjum.
Ýmilsegt verður á boðstólnum. Svo sem:
• Fiskmarkaður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda. Þorskur, ýsa, skötuselur svo eitthvað sé nefnt.
• Kaffisala. Til sölu verður kaffi og gosdrykkir, vöfflur og annað gotterí með kaffinu. Sælgæti og safar fyrir krakkana.
• Sölubás þar sem hægt verður að sjá og panta '91 treyjurnar frægu.
• Hoppukastali fyrir börnin á staðnum.
Við munum passa upp á að fjöldatakmarkanir verði virtar, spritt við höndina og 2 metra reglan höfð í öndvegi. Mætum og gerum okkur glaðan dag saman og styrkjum gott málefni í leiðinni, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...