Lóðum úthlutað í Áshamri

19.Maí'20 | 10:12
áshamar

Svæðið sem um ræðir. Ljósmynd/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var lóðaútlutun á fjórum raðhúsalóðum í Áshamri. 

Alls lágu fyrir þrjár umsóknir um lóðina Áshamar 95-103, tvær umsóknir um lóðina Áshamar 105-113, tvær umsóknir um lóðina Áshamar 115-123 og ein umsókn um lóðina Áshamar 125-133. Lóðum er úthlutað samkvæmt vinnureglum um úthlutun lóða hjá Vestmannaeyjabæ nr. 131 frá 2006.

Sjá einnig: Deiliskipulag í Áshamri samþykkt

Í afgreiðslu ráðsins segir að Arndís Soffía Sigurðardóttir sýslumaður Vestmannaeyja hafi vottað að rétt hafi verið framkvæmt þegar dregið var úr umsóknum og voru niðurstöður eftirfarandi:

Áshamar 95-103
Dregið út, umsókn nr. 3 Svanur Örn Tómasson
Til vara, umsókn nr. 1 Fastafl ehf

Áshamar 105-113
Dregið út, umsókn nr. 2 Steini og Olli ehf.
Til vara, umsókn nr. 1 Fastafl ehf

Áshamar 115-123
Dregið út, umsókn nr. 1 Fastafl ehf
Til vara, umsókn nr. 2 Steini og Olli ehf.

Ráðið samþykkti útdrátt lóðarhafa og úthlutar að auki lóð nr. 125-133 til Fastafls ehf.

Lóðarhafar skulu skila inn hönnunargögnum eigi síðar en 1. desember 2020.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.