Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fór yfir leyfilegt hámark óskráðra verðbréfa

19.Maí'20 | 07:18
lifeyrissj_litil

Ljósmynd/TMS

Seðlabanki Íslands greindi frá því í gær að í kjölfar fyrirspurnar frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands hafi borist upplýsingar frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja 30. mars 2020 þess efnis að eignir lífeyrissjóðsins sem ekki eru skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði hefðu 23. mars 2020 farið yfir lögbundið hámark fjárfestingarheimilda um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Tilkynning lífeyrissjóðsins skv. 37. gr. laga nr. 129/1997 barst eftirlitinu 6. apríl 2020. Samkvæmt 37. gr. laga nr. 129/1997, skal lífeyrissjóður tilkynna Fjármálaeftirlitinu án tafar um að fjárfesting lífeyrissjóðs hafi farið fram úr leyfilegum mörkum samkvæmt lögunum og skal þegar gera ráðstafanir til úrbóta.

Lögmæltu hámarki skal náð í síðasta lagi innan þriggja mánaða. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi brotið gegn 37. gr. laga nr. 129/1997 með því að hafa ekki tilkynnt Fjármálaeftirlitinu strax og lífeyrissjóðnum varð ljóst að eignir hafi farið yfir lögbundið hámark fjárfestingarheimilda sbr. 3. mgr. 36. gr. b. laga nr. 129/1997. Lífeyrissjóðurinn greip til ráðstafana og var kominn innan heimilda 31. mars 2020, segir í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins.

Sveiflukenndur fjármálamarkaður

Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjar.net að vegna verðlækkunar á skráðum verðbréfum hafi hlutfall óskráðra verðbréfa farið yfir 20% hámark um tíma.

„Í þeim sérstöku aðstæðum sem hafa verið í heiminum undarfarnar hefur fjármálamarkaðurinn verið mjög sveiflukenndur og er Lífeyrissjóður Vestmanneyja engin undantekning þar á. Hlutfall óskráðra verðbréfa er nú eins og kemur fram í tilkynningu innan lögbundins hámarks.” segir Haukur.

Hann segir að um gagnsæistilkynningu sé að ræða af hálfu Seðlabanka Íslands – Fjármálaeftirlits. Aðspurður um hvort sjóðurinn fái sekt vegna þessa segir Haukur að ekki sé um sekt að ræða aðeins tilkynningu samkvæmt verklagi þeirra.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.