Óvíst hvenær hægt verður að hlaða Herjólf í Landeyjahöfn

12.Maí'20 | 06:25
IMG_1010

Enn hefur ekki tekist að koma hleðsluturninum í Landeyjahöfn í virkni. Ljósmynd/TMS

Ekki hefur enn tekist að lagfæra það sem útaf stendur svo að unnt sé að hlaða Herjólf í Landeyjahöfn. Ferjan gengur því einungis fyrir rafmagni annan legginn.

„Nú er það Covid-19 sem hefur sett framhald málsins í bið.” segir G. Pétur Matthíasson.

Hann segir að staðan sé sú að hægt sé að hlaða í Vestmannaeyjum og er það gert. „Sú hleðsla nægir að öllu jöfnu til siglingarinnar frá Vestmanneyjum til Landeyjahafnar.”

Hann segir að ekki sé hægt að hlaða í Landeyjahöfn þar sem ABB eigi eftir að klára sín mál þeim megin og taka út landtenginguna. „Þeir munu ekki komast til landsins fyrr en ferðatakmörkunum og kröfu um sóttkví verður aflétt og því óvíst hvenær hægt er að klára málið.”

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.