Landeyjahöfn:

Mun minni sandflutningar í vetur

11.Maí'20 | 11:17
trud_r_ads_vegag

Sanddæluskipið Trud R í Landeyjahöfn. Ljósmyndir/aðsend

Aldrei hefur Herjólfur siglt eins mikið yfir veturinn í Landeyjahöfn og í vetur. Sandflutningur inn í Landeyjahöfn í vetur var aðeins brot af því sem var árið á undan segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Sanddæluskipið Trud R var við dýpkun í Landeyjahöfn í mars-mánuði. Prufaðar voru nýjar dýpkunaraðferðir sem fólust í því að í stað þess að sigla út með sandinn sem dælt var upp, var efninu dælt út í strauminn. Þannig átti sandurinn að lenda í straumnum fyrir utan hafnarmynnið og berast þannig í burtu.

Sjá einnig: Dæla sandinum beint út í strauminn

Afkastamikið skip

G. Pétur segir aðspurður um hvernig tilraunin hafi komið út að hún hafi komið vel út.

„Skipið er afkastamikið og ræður við dýpkun í hafnarmynni á öldu sem er allt að 1,5 m há. Sandflutningur inn í höfnina þennan veturinn var aðeins brot af því sem var árið 2019 og því var ástandið allt annað núna í ár en verið hefur sem ásamt nýju skipi hjálpaði til við að halda höfninni opinni allt árið, a.m.k. dýpkunarlega séð.”

Hann segir að samningurinn við Danina hafi bara verið gerður fyrir mars mánuð í ár.

Sjá einnig: Fjarlægðu um 90.000 rúmmetra af sandi

Viðhaldsdýpkun boðin aftur út árið 2021

Aðspurður um hvort þeir verði fengnir aftur til verksins segir G. Pétur að viðhaldsdýpkun verði aftur boðin út árið 2021 og geta þeir þá tekið þátt í því útboði. „Með því að fá Danina í verkið í þetta sinn eru bundnar vonir um að þeir og fleiri verktakar bjóði í verkefnið í næsta útboði.”

Hvað varðar stöðuna á dýpinu núna segir G. Pétur að staðan sé mjög góð og er dýpkunarskipið Dísan að störfum við að hreinsa upp þá fleti sem voru ekki teknir í vetur og hreinsa hana fyrir sumarið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).